149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[17:56]
Horfa

Flm. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það gleður mig að karlþingmaður skuli taka þátt í þessari umræðu. Ég vil segja það sem ég sagði áðan að ég sé ekki neina siðferðilega „dilemmu“, eins og hv. þingmaður orðaði það, í þessu. Ég árétta bara það sem ég sagði áðan, ég vísa algjörlega á bug hugmyndum um að verið sé að kaupa konur og mér finnst bara ekki sæma að vera með það í umræðunni. Í fyrsta lagi er það ólöglegt samkvæmt lögum, eins og ég nefndi áðan, og mér finnst fjarstæðukennt að ætla íslenskum konum að gera það. Ég sé enga ástæðu til að svara þessu með öðrum hætti. Þetta er mikilvægur þáttur og hv. þingmaður sem er læknisfræðimenntaður þekkir að það er mjög mikilvægt að geta leitað sér aðstoðar (Forseti hringir.) eins og sálfræðiaðstoðar o.s.frv. Þetta er liður í því að hjálpa þeim að gera það með því að veita þeim fjárstyrk til að greiða fyrir slíka þjónustu.