149. löggjafarþing — 68. fundur,  20. feb. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

257. mál
[18:13]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni auðmjúk svör og góð og eins vil ég ítreka þetta sem hv. þingmaður kom inn á í lokin, að sannarlega er enginn munur þar á líkamlega og andlega, hugsa ég, fyrir konur. Eins og ég tók fram er ég þess vegna fylgjandi því að það sé viðurkennt einmitt í lögum og að það sé hlúð að þeim konum í kjölfar slíkrar ákvörðunar og breytingar í þeirra lífi.

Það er annar punktur sem hv. þingmaður kom inn á í sambandi við — óþægilegt þegar maður man ekki svona. Nei, því miður er því stolið úr mér. Ég verð að reyna að muna það í seinna andsvari.