149. löggjafarþing — 69. fundur,  21. feb. 2019.

nýjar úthlutunarreglur LÍN.

[10:53]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála hv. þingmanni um það að hér þurfi að bæta kjör námsmanna, enda erum við að vinna að því og höfum verið að taka þau skref. Við fórum úr 92% í 96%. Einnig hef ég lýst yfir vilja mínum til að hækka frítekjumarkið. Stjórnin mun taka ákvörðun á þriðjudaginn og þá sjáum við nákvæmlega hvernig þetta kemur allt út. En það er alveg ljóst í mínum huga að við erum að stíga mjög stór skref í þá átt að kjör námsmanna verði bætt. Einnig erum við að efla allt háskólastigið og við erum að sjá þannig aukningar til háskólastigsins sem við höfum ekki séð í langan tíma. Ég er mjög stolt af því að vera í þessari ríkisstjórn og fá þann stuðning sem við erum að fá til að efla menntakerfið í landinu.