149. löggjafarþing — 69. fundur,  21. feb. 2019.

nálgunarbann og brottvísun af heimili.

26. mál
[11:10]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Mig langar að þakka fyrir þann mikla stuðning sem þetta frumvarp fær í þinginu. Ég er mjög glöð yfir því. Ég vann það í miklu samráði við lögregluna og Kvennaathvarfið og vil þakka fyrir það samstarf. Það sem þessar breytingar gera er að þær styrkja stöðu fólks sem lendir í því að verða fyrir ofbeldi, áreiti og röskun á friði. Það er afskaplega ánægjulegt að með þessu gerum við nálgunarbann að meiri tryggingarráðstöfun en ekki þvingunarráðstöfun, breytum því og gerum mun á annars vegar nálgunarbanni og hins vegar brottvísun af heimili.

Þessu fylgir að skoða þarf hvort þyngja þurfi refsingar við nálgunarbanni af því að það virðist vera ódýrara að brjóta nálgunarbann 30 sinnum (Forseti hringir.) en að tala í símann undir stýri.