149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

innflutningur á hráu kjöti.

[13:53]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég verð að viðurkenna að svar hæstv. ráðherra finnst mér benda til þess að hann sé heldur mjúkur í þessu málefni, sérstaklega ef við horfum til þess í hvaða flokki hann er formaður. Það er mikið talað um það sem ástæðu þess að menn eru komnir í þennan mikla vanda að þeir hafi ekki haft varann á á fyrri stigum. Hæstv. ráðherra var landbúnaðarráðherra 2013–2016. Er eitthvað á því tímabili sem hæstv. ráðherra telur að hefði mátt fara betur hvað það varðar, óskir eftir undanþágum eða hvaðeina sem það kann að vera, sem hefði gert okkur kleift að verjast með öflugri hætti í dag en ráðherrann telur mögulegt, eins og ég skildi svar hans? Var eitthvað á tímabilinu 2013–2016 sem hefði verið skynsamlegt að gera öðruvísi þannig að staða okkar væri sterkari í dag?