149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[18:49]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni kærlega fyrir. Þetta er afar góð spurning sem ég velti líka fyrir mér. Við höfum við sama fjármálaráðherra og var á sporinu fyrri hluta árs 2016. Ég velti fyrir mér hvað sé öðruvísi núna. Þá voru 250 milljarðar undir og þá stóð hann í ístaðinu. Núna erum við að tala um 83 milljarða og hann gefur allt eftir. Hann virkilega gefst upp. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að nú höfum við annan forsætisráðherra með aðrar áherslur. Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort það sé annar skipstjóri í brúnni en var þá, 2015–2016.