149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[19:29]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Það er svolítið undarlegt að fá það á tilfinninguna að hagsmunaaðilar, fjármagnseigendur, geti haft áhrif á stjórnvöld varðandi það hvernig þau eigi að haga sínum málum. Það sýnir manni og segir hvað það er mikils virði að hafa stjórnmálamenn og leiðtoga sem standa í lappirnar og hugsa um hag þjóðarinnar númer eitt, tvö og þrjú.

Ég inni líka þingmanninn eftir því hvort hann gæti gert sér grein fyrir þeim kostnaði sem fylgir eftirgjöf Seðlabankans, hvort hægt sé að giska á hvað það gæti kostað þjóðina, hvort það séu stórar upphæðir.