149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[20:08]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka þingmanninum fyrir þetta andsvar. Til að leiðrétta hann þá rann fresturinn út í dag, 26., eða sem sagt í gær fyrir daginn í dag. Það var það sem við vorum að velta fyrir okkur, hvernig málsmeðferðin væri, af hverju var ekki hægt að koma með þetta inn í þingið þannig að þingmenn úr öllum flokkum gætu velt því fyrir sér og komist til botns í því um hvað málið snerist. Þetta er lokaskrefið í að losa um höft. Ég nefndi upphæðina áðan, 84 milljarða. En af hverju er þingheimur ekki settur í meiri ábyrgð í málinu? Af hverju er bara farið eftir því sem Seðlabankinn og aðrir fara fram á? Það er eiginlega það sem málið snýst um. Okkur finnst þetta mikið og skrýtið mál um svona stórt viðfangsefni sem losun fjármagnshafta er.