149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[20:14]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvarið. Ég sakna þess mikið að umræðan hafi ekki verið á milli þingmanna úr fleiri flokkum. Það komu fram spurningar frá þeim sem hér stendur og fleiri þingmönnum um það sem kemur fram í greinargerðinni, um dagsetninguna og annað slíkt, hverju sætti að það hafi ekki fengið lengri tíma, ekki verið tekið fyrr á dagskrá og þá með þeim möguleika að hægt væri að ræða málið. Málið átti bara að taka einhvern hálftíma í umræðunni í dag, þannig að ég sakna þess mikið.

Ég verð að segja af því að hv. þm. Einar Kárason kom í andsvar á undan og ég svaraði honum að ég hefði ekki botnað neitt neinu að það er vegna þess að okkur vantar svör. Við botnum náttúrlega alveg í því hvað er í gangi í málinu en það eru margar spurningar sem við höfum ekki fengið svör við. Það er það sem við brennum fyrir. Þetta er mikil breyting frá því sem var gert í því plani sem mótað var á vordögum 2015.