149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[20:41]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni og fagna því að hann muni beita sér fyrir því að þetta verði rætt innan nefndarinnar vegna þess að mér finnst gert allt of lítið úr þessu í frumvarpinu og í greinargerðinni, þeim hættum sem kunna að steðja að þegar þetta brestur á með þessum hætti fyrir efnahagslífið og það sem fram undan er, erfiðar kjaraviðræður o.s.frv. Það er allra síst það sem við viljum, að fara að rugga þeim báti meira en gert hefur verið nú þegar með því að lán landsmanna kæmu til með að hækka, verðbólga færi úr böndum o.s.frv. Ég held að það sé afar mikilvægt að þessi umræða verði tekin í nefndinni og málið kannað til hlítar og fulltrúar Seðlabankans fengnir á fund nefndarinnar til að skýra þetta mál betur. Eins og ég sagði áðan finnst mér þetta ekki fá nægilega vigt í frumvarpinu og í greinargerðinni.