149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[20:42]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Forseti. Það er óhætt að taka undir það að þetta fær ekki næga vigt í greinargerðinni. Það er mjög áhugavert að þeir sem eru að boða það að samþykkja eigi þetta mál, þessa fullkomnu eftirgjöf gagnvart vogunarsjóðum sem voru síst viljugir til samstarfs og eftirgjafar, þeir sem telja nauðsynlegt að klára þetta núna, skuli ekki mæta hér og útskýra fyrir okkur hvers vegna. Við sjáum hvað stendur til en við fáum ekki skýringar þeirra sem að þessu máli standa á því hvers vegna. Hv. þm. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, mætti hér við upphaf umræðunnar og las einfaldlega upp meirihlutaálitið. Svo hefur engin umræða átt sér stað eftir það og engin svör fengist við því hvers vegna menn vilja fara í þessa eftirgjöf.