149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[20:49]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Forseti. Það er sannarlega tilefni til þess, enda gríðarlegir hagsmunir undir eins og við höfum verið að velta fyrir okkur með því að reyna að setja allar tölurnar í samhengi við önnur mál sem stjórnvöld virðast ekki hafa eins miklar áhyggjur af og að koma til móts við þessa aðila. Það má t.d. nefna að það sem er sett í matvælaframleiðslu á Íslandi, íslenskan landbúnað á ári, bliknar í samanburði.

Svoleiðis að mér finnst blasa við að taka þurfi málið upp aftur og endurskoða það. Það liggur varla á lengur því að dagsetningin sem Seðlabankinn nefndi sérstaklega er komin og farin. Þess þá heldur kannski að menn haldi að sér höndum og ani ekki að neinu.