149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[20:55]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þá er það hitt atriðið sem mig langaði til að fá afstöðu hans fram gagnvart, þ.e. hvort hann telji að þessi þróun mála á lokametrum plansins, sem lagt var af stað með árið 2015, hafi skaðleg áhrif á trúverðugleika ríkisstjórnar eða Alþingis hverju sinni, hvað varðar framtíðarhagsmunagæslu í stórum málum. Telur hv. þingmaður að skaðinn sem af þessum snúningi stjórnvalda hlýst sé ekki bara fjárhagslegur í þetta skipti heldur komi fram í stórum hagsmunamálum til næstu framtíðar, a.m.k. hvað varðar sambærilega samsetta ríkisstjórn og nú er við völd?