149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[20:56]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Forseti. Það segir sig eiginlega sjálft að mínu mati. Fáir eru eins harðskeyttir í hagsmunagæslu sinni og vogunarsjóðir. Þar er um að ræða gríðarlegar upphæðir. Þar af leiðandi hafa menn úr miklu að spila til að reyna að hámarka hagsmuni sína og þeir beita ýmsum aðferðum til þess. Við höfum m.a. séð að vogunarsjóðir, sjóðir sem yfirtóku Kaupþing eða Arion banka, hafa verið staðnir að því að greiða mútur í Afríku. Menn nota þau ráð sem þeir telja best duga en vonandi yfirleitt innan marka laganna, þó ekki sé það alltaf innan marka siðferðis. Við sáum það þegar menn gengu svo langt að auglýsa í kosningabaráttu hér til að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna. Nú hljóta þeir að álykta sem svo að það hafi skilað tilætluðum árangri og nálgast málin með sama hætti næst þegar kemur að því að reyna að þrýsta á ákveðna niðurstöðu.