149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[22:17]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þarna kom hv. þingmaður aðeins inn á hlut sem ég hef verið að velta fyrir mér og spurði hv. þm. Bergþór Ólason aðeins út í hér áðan. Hvað veldur afstöðu, ekki hvað síst vinstri flokkanna, eða Viðreisnar? Viðreisn auðvitað elskar evruna og þykir mjög mikið til hennar koma, nema þegar kemur að evrunni í gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þá mega þær, að því er virðist, fara fyrir lítið til vogunarsjóða í skiptum fyrir aflandskrónur. En vinstri flokkarnir, hvernig stendur á því að vinstri flokkarnir, sem halda því iðulega fram að þeir berjist fyrir almannahag, láta sér þetta mál í léttu rúmi liggja? Og hvers vegna þessi undanlátssemi vinstri flokka samtímans við alþjóðafjármálakerfið? Ég hef aldrei almennilega fengið þetta til að ganga upp, en þetta er samt mjög áberandi þróun hér á landi og víðar. Á hv. þingmaður einhverjar skýringar á þessu fyrir mig?