149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[22:27]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu. Það er merkilegt að velta þessu öllu saman fyrir sér, hvað hefur gerst hér síðan fyrir jól. Kannski fóru allir í jólafrí, eins og hv. þingmaður sagði. Kannski var þetta bara ein stór barbabrella. Kannski liggur bara ekkert á. Þessi tímapressa var kannski engin pressa. Dagurinn í gær leið og dagurinn í dag er að líða og reyndar minntist hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson á að kjarasamningar gætu haft áhrif. Svoleiðis pælingar geta vissulega átt vel við. Það eru töluverðir fjármunir undir, við skulum aldrei gleyma því, og þeir gætu svo sannarlega gagnast í brýn mál.

Það sem ég velti hér upp: Hvað heldur hv. þingmaður að gerist ef við samþykkjum ekki frumvarpið? Hvaða tækifæri gætu falist í því ef þá einhver? Í hvaða stöðu verðum við þá?