149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[23:03]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Það má kannski bæta því við að Framkvæmdasjóður aldraðra á að vera tæki í höndum stjórnvalda til að koma upp dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Frá hruni hafa ráðstöfunartekjur þessa sjóðs að hluta til, að umtalsverðum hluta, verið teknar í rekstur en ekki nýbyggingar og viðhald á þeim sem fyrir eru. Þarna skortir mjög fé, eftir þessa meðferð á sjóðnum, til að koma málefnum dvalar- og hjúkrunarheimila í viðunandi horf.

Mig langar að nota síðustu sekúndurnar til að vekja athygli á þessum ógnarlega málshraða í þessu máli. Það er ætlast til þess að þessu sé lokið hérna á einum dagsparti. Þetta minnir á málshraðann varðandi persónuverndarmálið í fyrra sem var afgreitt með hraði. Maður spyr sig: Er þetta fyrirboði þess sem koma skal þegar þriðji orkupakkinn kemur hér fyrir þingið?