149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[23:35]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Ég get ekki annað en tekið til greina það sem hann sagði hér áðan um auðsveipni og fylgispekt, jafnvel meðvirkni. Það skiptir ekki máli hvar í flokki menn standa, þ.e. utan Miðflokksins, menn hafa ekki treyst sér einhverra hluta vegna til að taka þátt í þessari umræðu hér í dag og í kvöld.

Því spyr ég þingmanninn aftur: Telur hann að hér kunni að hafa verið gert eitthvert samkomulag milli stjórnmálaflokkanna í því efni að þetta mál myndi renna hægt og hljótt í gegnum þingið á þremur tímum og menn ættu ekki að rugga bátnum eða ýfa vatnið til þess eins að menn hefðu gott veður sín á milli í þinginu? Getur það verið ástæðan, hv. þingmaður?