149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[23:38]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Alla jafna hefur sá forseti sem situr nú í forsetastól staðið sig ágætlega í því að stýra fundum. Ég hef hins vegar áhyggjur af þeirri athugasemd sem forseti skaut inn í áðan. Mögulega var það gert í léttu gríni en engu að síður finnst manni svolítið sérkennilegt ef þetta eru áhersluatriði forseta þegar menn getað gengið hér um og verið í ræðustól skólausir, með húfur á hausnum, í gallabuxum, bindislausir með flakandi niður á bringu og hagað sér eins og asnar og forseti gerir ekki neinar athugasemdir við það. Ég vil benda öllum forsetum Alþingis á að þeir eru forsetar allra þingmanna og þar af leiðandi er ágætt ef forsetar myndu huga betur að því hvernig menn koma fram í þingsal almennt í stað þess að reyna að ritstýra því sem menn segja.