149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[00:51]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Það má kannski segja að á þeim tíma, þegar svo skammt var liðið frá hruni og þjóðin kannski alls ekki búin að jafna sig á því sem á gekk 2008, þá hafi sjálfstraustið kannski ekki verið það mikið. En maður skyldi ætla að í þeirri stöðu sem þjóðfélagið er komið í í dag og þeirri efnahagsstöðu sem þó er uppi að við myndum frekar standa í fæturna í svona málum, en það virðist samkvæmt þessu ekki vera ekki vera uppi á borðinu. Þannig að ég ætla bara að þakka fyrir ræðuna.