149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[00:52]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Forseti. Já, það væri sannarlega óskandi að menn lærðu meira af reynslunni. Og af því að hv. þingmaður setti þessa hluti í samhengi við undanlátssemi í fyrri stórum hagsmunamálum þjóðarinnar má í raun láta þann samanburð ná út fyrir landsteinana. Maður fylgist undrandi með stöðu mála í Bretlandi í tengslum við Brexit þar sem maður sér margt líkt og maður kynntist hér, þar sem það eru heimamenn ekki hvað síst sem eru að grafa undan samningsstöðu eigin lands vegna þess að markmið þeirra er á einhvern hátt að þóknast Evrópusambandinu eða koma í veg fyrir að vilji almennings í Bretlandi, um að ganga þaðan út, nái fram að ganga og hafa með því stórveikt samningsstöðu eigin lands. Slíkt verður auðvitað að forðast fyrir alla muni.