149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[01:15]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Nú bregður svo við að það eru komnir þrír stjórnarliðar í þingsalinn. Það verður áhugavert að sjá hvort þeir setja sig ekki örugglega á mælendaskrá, alla vega sá sem síðast kom inn þó að ég sé orðinn úrkula vonar með að hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé setji sig á mælendaskrá. Ég er búinn að spyrja hann svo oft.

En hvað hv. þm. Sigurð Pál Jónsson varðar og ræðu hans áðan er það auðvitað atriði sem hann kemur inn á í því samhengi að hann telji ríkisstjórnarflokkanna ekki sjá til lands í því hvernig þeir vilji rökstyðja málið í heild sinni — hvað telur hv. þingmaður að helst vanti upp á í þeim efnum ? Er það sannfæring fyrir efnisatriðum málsins eða bara það að það komi (Forseti hringir.) stjórnarþingmönnum á óvart að umræðan hafi orðið jafn mikil og raunin hefur verið í dag?