149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[01:16]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Úr því að þingmaðurinn nefnir þetta þá hef ég nokkrum sinnum kastað fram spurningu, og gerði meira að segja í ræðu minni áðan, um það sem stendur í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar, að ef frumvarpið verði ekki samþykkt fyrir 26. febrúar muni að öðrum kosti umfang aflandskrónueigna í lausu fé aukast um nær 70% eða um 25 milljarða kr. Þetta er ansi stór spurning. Þetta er eiginlega grundvallarspurning í mínum huga og ég er ekki mikið inni í málinu að öllu leyti. En 25 milljarðar er ansi mikill peningur.