149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[01:47]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ef við gefum okkur að frumvarpið verði samþykkt er hægt að halda því fram að við verðum af umtalsverðum fjármunum, af því að við gefum okkur ekki leyfi til að fara aftur á upphafsreit eins og ég skil það. Nú stefnir allt í að það verði verkföll og spurningin er hvort þetta hafi áhrif þar inn. Við höfum líka velt upp spurningum um hvaða áhrif málið geti haft á gengið. Hvað telur þingmaðurinn að muni verða? Hvaða áhrif mun frumvarpið hafa, þegar það verður samþykkt, á gengið?