149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[02:01]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get sagt það í fyllstu einlægni að ég get ekki séð þau rök sem mæla með þessari niðurstöðu. Mér er fyrirmunað að sjá hvað það gæti verið sem við værum að fá í staðinn frá þeim aðilum sem þarna eru mótaðilar íslenskra hagsmuna. Það er ólógískt að það sé eitthvað í boði úr þeirri áttinni. Í máli eins og þessu er bara ekki boðlegt að ríkisstjórnarflokkarnir, sem halda á málinu og bera ábyrgð á því, Sjálfstæðisflokkurinn með hæstv. ráðherra sem talaði fyrir málinu og síðan framsögumann nefndarinnar, skilji okkur sem hér erum eftir algerlega í lausu lofti með rökstuðning og svör við: Af hverju, af hverju núna og hvers erum við bættari? Ég sé ekkert annað í stöðunni en að leyfa aflandskrónunum bara að liggja enn um sinn úr (Forseti hringir.) því sem komið er því augljóslega gerðist ekkert þegar tímafrestur Seðlabankans rann út