149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[02:08]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég kom einmitt inn á það hér fyrr í dag að það sem getur kostað okkur mest til lengri tíma verði ekki milljarðarnir, sem nú verða ekki sóttir miðað við þetta upplegg inn í þá þvingunaraðgerð sem kröfuhafar og aflandskrónueigendur undirgengust að meginhluta til fyrir utan þann litla hóp sem nú er eftir, heldur verði það þau skilaboð sem við sendum frá okkur sem stjórnvöld, að það borgi sig að þæfast við og taka slaginn á móti þessum Íslendingum. Það sé bara þannig að þeir sem tekið hafi harðasta slaginn og verið tregastir í taumi hafi á endanum fengið bestu niðurstöðuna. Það eru skilaboð sem getur verið mjög dýrt til framtíðar að senda frá okkur og af því hef ég í rauninni mestu áhyggjurnar.