149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[02:15]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Algjörlega ábyrgðarlaust, en ég myndi samt leyfa mér að skjóta á að það væru svona 800 íbúðir, plús/mínus, sem væri hægt að ná út úr þessum stabba sem þarna er skilinn eftir, ef svo má segja. Þessir 23 milljarðar sem við ræðum um út frá 190 kr. gengisviðmiðinu snúa bara að þeim stabba sem eftir er. Það eru engar gamlar tölur í því. Það er bara upphæðin sem er, ef svo má segja, enn inni í kerfinu. Þessir 23 milljarðar er upphæðin af því sem eftir er. Ég myndi halda að það væri örugglega verðmæti 800 íbúða sem er verið að afsetja miðað við það sem var búið að leggja upp með og kynna fyrir aflandskrónueigendunum sem endanlega niðurstöðu. Og við höfum enn þá (Forseti hringir.) öll þau vopn til að knýja á um að þetta verði niðurstaðan. Við höfum ekki gefið neitt af þeim frá okkur.