149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[03:01]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það er einmitt þessi ótrúlega staða sem maður upplifir núna, að með hálfgerðum skætingi hefur mönnum verið bent á að þeir geti bara fundið svör við þeim spurningum, sem við höfum lagt fram í einar 12 klukkustundir akkúrat núna, í frumvarpinu eða í nefndaráliti meiri hluta. Svörin eru bara ekkert í þessum tveimur plöggum og þau eru alls ekki í þeim tveimur ræðum, sem annars vegar hæstv. fjármálaráðherra flutti 22. janúar og hins vegar hv. þm. Óli Björn Kárason flutti fyrr í dag. Svörin eru hvorki í þeim tveimur ræðum né þeim tveimur plöggum sem vísað er til. Það er auðvitað alveg forkastanlegt að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki hafa kjark til að tala fyrir málinu.

Ég spyr hv. þm. Sigmund Davíð Gunnlaugsson: (Forseti hringir.) Man hann eftir einhverju viðlíka? (Forseti hringir.) Mér finnst það til skammar hvernig þessir ágætu (Forseti hringir.) menn og konur ganga fram.