149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[03:09]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni gott svar. Mig langar örstutt í lokin að vitna í setningu á bls. 5 í greinargerðinni þar sem segir, með leyfi forseta:

„Þannig eru markmið fjárstreymistækisins á innflæði fjármagns tryggð og að aflandskrónueignir verði áfram á aflandsmarkaði og komi hingað til lands í formi nýs innstreymis erlends gjaldeyris ef aflandskrónueigandi kýs að fjárfesta hér á landi.“

Í fyrsta lagi finnst mér vanta í þessa greinargerð nánari upplýsingar um þetta. Hvað hafa þeir fyrir sér í því að menn hafi yfir höfuð áhuga á því að fjárfesta hér á landi? Það liggur engin könnun fyrir og við höfum engar upplýsingar um það. Mig langar að heyra frá hv. þingmanni: Telur hann að einhver áhugi sé fyrir því hjá þessum aðilum að fjárfesta yfir höfuð hér á landi?