149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[03:21]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Forseti. Það er alveg rétt sem hv. þingmaður segir, það er ekki einu sinni reynt að selja málið, hvað þá að verja það. Hvað varðar afstöðu stjórnarsamtöðuflokkanna skilur maður ekkert í því hvað þeim gengur til. Ég er reyndar farinn að hafa efasemdir um að þeir hafi hugmynd um það sjálfir. Ég hef grun um að þeir séu ekkert með á nótunum um þetta mál en hafi einhvern veginn látið stjórnina plata sig með sér á þetta og upplifi sig fasta á málinu og langi þess vegna bara til að sjá það klárast sem fyrst. Auðvitað eiga vinstri flokkarnir sér ákveðna og langa sögu saman í eftirgjöf við erlenda kröfuhafa, erlenda vogunarsjóði og erlent vald. Kannski er þetta einhvers konar afleiðing af þeim gamla samtakamætti. Það er a.m.k. ekki gott að átta sig á því á meðan enginn þeirra þorir að tala um þetta.