149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[03:56]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég get bara sagt það hreint út að það væri mjög vond tilfinning, að þurfa að greiða atkvæði um eitthvað sem maður er ekki með upplýsingar um en treystir á aðra sér reyndari, kannski í þingflokknum eða eitthvað slíkt, er bara ekki með upplýsingar um málið eins og skeður stundum í málum og ég rakti í ræðu áðan. Kannski, eins og þingmaðurinn kom inn á, vitandi það að þeir hinir sömu sem leiða þó málið eru ekki heldur með málið á hreinu eða með þær upplýsingar sem ættu að verða til þess að það væri hægt að treysta því að maður væri að greiða atkvæði rétt með því að fara eftir því. Það er mjög vont og ef maður fer út í svoleiðis mál er tímanum betur eytt í eitthvað annað.