149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:05]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er hreint með ólíkindum að forseti skuli grípa inn í með þeim orðum sem hann lét falla. Hér erum við búin að vera í sirka 13 klukkustundir að reyna að fá einhver svör við fyrirspurnum, ítrekuðum fyrirspurnum okkar. Forseti hefur ekki að mér vitandi lagt sig sérstaklega fram við að aðstoða okkur við að fá svör við þeim. Klukkan er orðin fjögur að morgni, eða nóttu, fer eftir því hvernig við lítum á það, og ljóst er að við verðum hér eitthvað áfram.

Ég held hins vegar að ég geri alvarlega athugasemd við það að forseti skuli láta það viðgangast að í dag, svo dæmi sé tekið, var formaður Miðflokksins nánast þjófkenndur og sakaður um að vera spilltur og ætla sér að stela fjármunum í gegnum félag sem kona hans átti o.s.frv. Það lætur forseti átölulaust.

Forseti lætur líka þingmenn komast upp með að þjófkenna aðra þingmenn hér úr þessum ræðustól, mæta með húfur á hausnum, skólausir, (Forseti hringir.) illa klæddir. Það lætur forseti viðgangast. (Forseti hringir.) Þessi fundarstjórn er til skammar.