149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:15]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég get ekki látið hjá líða að koma hér inn á það með hve mismunandi hætti orð þingmanna virðast metin úr forsetastóli. Það er búið að vera með hreinum ólíkindum á löngum köflum að hlusta á hvers lags orðfæri sumir þingmenn komast upp með að beita úr pontu. Dreg ég enga dul á að það er engu líkara en að þingflokkur Pírata í heild sinni sé á algjörlega sérstökum samningi í þeim efnum þó að ýmsir úr samfylkingarflokkunum fjórum reyni að jafna metin á köflum. Ég hvet forseta til að hafa það í huga að samræmis sé gætt því að eins og hann heyrir á okkur sem hér tölum núna (Forseti hringir.) upplifum við það ekki þannig í augnablikinu.