149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:34]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það sem hv. þingmaður sagði áðan. Það er í fyrsta lagi bagalegt að mál af þessari stærðargráðu — við erum ekki að tala um fyrirkomulag hundahreinsunar í Bessastaðahreppi, með mikilli virðingu fyrir þeirri atvinnugrein, við erum að tala um mál sem skiptir alla Íslendinga máli. Við erum að tala um mál sem hefur verðmiða upp á 84.000 millj. kr. sem eiga samkvæmt frumvarpinu að geta lekið úr landi hvenær sem er eftir að búið er að samþykkja þetta frumvarp. Ég get ekki séð að það sé eitthvað ósæmilegt að óska eftir því að þeir sem greiða vilja götu þessa máls í gegnum þingið á þremur klukkustundum og korteri útskýri það með einhverjum hætti fyrir okkur hinum sem fellur það ekki í geð. Ef það er ósvinna að kalla slíka menn og konur inn í salinn (Forseti hringir.) og biðja vinsamlegast um að útskýrt sé fyrir okkur hvers vegna og af hvaða ástæðum (Forseti hringir.) sé svona mikill asi á þessu máli. Ef það er ósæmilegt þá verðum við bara að vera ósæmilegir.