149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:35]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé einmitt kjarni málsins, alla vega hluti af honum, sem hv. þingmaður kom inn á í andsvari sínu: Hvað kallar á þessar tafarlausu aðgerðir og hvað kallar á að létta undir með þessu útstreymi fjármuna úr kerfinu þegar umsögn Seðlabankans og nefndarálit með breytingartillögu undirstrikar að menn eru ekki tilbúnir? Ég held að fyrir okkar ágæta hagkerfi geti ekkert nema jákvætt hlotist af því, miðað við núverandi stöðu, að menn stígi til baka og endurskoði þessa ákvörðun. Þó að fyrir liggi að þessi höft á krónueignunum séu tímabundin staða (Forseti hringir.) er ekkert sem kallar á að þessi aflétting eigi sér stað akkúrat núna.