149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:43]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, ég held að þetta sé bara akkúrat með þeim hætti sem hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýsir, staðan eins og hún mun birtast mönnum í dag og aftur á morgun, og útgreiðsla þeirra ríkisbréfa sem voru með eindaga í dag verði bara alveg prýðileg og í rauninni í takt við það sem lagt var upp með og þess vegna, eins og ég hef sagt fyrr í umræðunni, eigum við ekki að ana að neinu. Við eigum að taka málið inn í nefndina og reyna að taka það til umræðu þeirrar gerðar sem umfang kallar á. Ég held að við verðum með einhverjum ráðum að leyfa okkur að viðurkenna að málið er bara í fínum farvegi eins og það er. Það er enginn asi hvað það varðar að grípa til neinna (Forseti hringir.) drastískra aðgerða. Það gerðist samanlagt ekki neitt óhefðbundið á skuldabréfamarkaði í dag, (Forseti hringir.) ég er búinn að ganga úr skugga um það. Leyfum málinu aðeins að anda.