149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:47]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir það sem hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson sagði áðan. Þessi þingfundur sem nú hefur staðið nokkuð lengi hefur ekki snúist upp í það að hlaupa upp í pontu á hálftíma fresti og fara yfir fundarstjórn forseta af einhverjum óeðlilegum hvötum. Hins vegar hljóta samskipti forseta í nótt við þingmenn að kalla á að á forsætisnefndarfundi þeim sem boðaður er á morgun í hádeginu verði farið yfir það mjög „grundigt“ og sérstaklega fyrir okkur, þau sem eru varaforsetar, að farið verði yfir það með ábyggilegum hætti hvernig samræma eigi viðbrögð forseta hverju sinni í forsetastól Alþingis þannig að tryggt sé að allir þeir sem hér eru inni og taka til máls eða taka þátt í störfum þingsins sitji við sama borð og fái viðlíka viðtökur hjá forseta hverju sinni.