149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[05:16]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það er einmitt þannig að þeir peningar sem hér er um ræðir koma a.m.k. ekki inn í ríkissjóð ef fram heldur sem horfir. Þetta undirstrikar enn einu sinni mikilvægi þess að fá svar við spurningunni: Af hverju? Af hverju er verið að gera þetta með þessum hætti? Hvað kallar á þessa eftirgjöf?

Það eru einhvers staðar milli fimm og tíu aðilar sem eiga þennan stabba, 83 eða 84 milljarða kr. stabba. Af hverju er verið að nálgast málið með þeim hætti sem raunin er núna? Afleiðingar þess eru þær, miðað við þá sviðsmynd að planið væri keyrt til enda, að umtalsverðar upphæðir munu ekki skila sér inn í ríkissjóð.