149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[16:14]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni svarið. Hitt atriðið sem mig langaði til að koma inn á er hvort hv. þingmaður sjái einhverja málefnalega fylgni í þessu við hóp eða flokk stuðningsaðila þessa frumvarps. Hann kom inn á það í fyrra andsvari sínu að það hefði þurft að byrja á því að vinda ofan af þeim skilaboðum sem voru send í Icesave-málinu frá íslenskum stjórnvöldum til að tryggja trúverðugleika þess plans sem lagt var upp með árið 2015 hvað haftalosun varðar. Mér dettur þetta í hug í samhengi við það hvernig runa stuðningsaðila þessa frumvarps liggur og hversu áhugalitlir þeir eru um að taka þátt í umræðum um málið. Ég spyr hvort hann telji einhverjar dýpri pólitískar línur liggja þarna en bara þær er snúa að haftalosun einni, losun erlendra krónueigna einni og sér.