149. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2019.

kolefnismerking á kjötvörur.

275. mál
[14:48]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Þetta snýst kannski ekki endilega um að það sé ítarlegt, heldur hreinlega það sé rétt.

En mig langar til þess að forvitnast um annað. Það virðist vera ákveðin fyrirframgefin forsenda í málinu, sú að innlendar kjötvörur séu í eðli sínu alltaf með lægra kolefnisfótspor en þær sem fluttar eru inn. Það má vel vera. En er ekki samt rétt að líta til þess að í framleiðslu á innlendri kjötvöru er náttúrlega notað m.a. jarðefnaeldsneyti sem flutt er inn í landið og þarf að brenna til að keyra hluti áfram og þess háttar? Hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér að setja það í samhengi?

Og svo hitt, nú eru vissulega ýmsar aðgerðir í gangi úti í heimi um sambærilega merkingu. En væri ekki heppilegast að reyna að ná fram einhverju alþjóðlegu, sameiginlegu átaki um staðlaða merkingu, jafnvel rafræna, í þeim tilgangi að allir mæli sama í mismunandi löndum?