149. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2019.

kolefnismerking á kjötvörur.

275. mál
[14:52]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Andrési Inga Jónssyni fyrir. Þetta er alveg fínasta ábending, að vera bæði með innlendar og innfluttar vörur, að það mætti merkja þær. Ég vona að atvinnuveganefnd taki þannig á málinu.

Þegar þingmaðurinn er að ræða um vistspor er vissulega rétt að það getur skipt miklu máli í sambandi við grænmeti. Það er líka annað sem ég myndi líka vilja bæta við sem gæti gert þetta enn ítarlegra. Það er sóun. Það er sjálfsagt meiri sóun í grænmeti en kjötvörum, ef við tökum þetta aðeins lengra.