149. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2019.

kolefnismerking á kjötvörur.

275. mál
[14:54]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skil hvað þingmaðurinn er að fara og þakka honum kærlega fyrir. Ég er ekki alveg til í að draga svo mikið úr minni kjötneyslu, ef ég get sagt sem svo, en ég gæti þó lagt það fram að reyna að borða innlenda framleiðslu. Eins og ég skil málið er búið að fækka töluvert í fjárstofni landsins þannig að eitthvað eru menn að hugsa í þessum efnum, eitthvað eru stjórnvöld að hugsa. Hugsanlega eru neytendur meira vakandi nú en þeir voru bara fyrir tveimur árum og vanda sig meira þegar kemur að neyslu þeirra matvæla sem við þó höfum aðgang að.