149. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2019.

vinnumarkaðsmál.

[15:06]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Forseti. Ég held að ég þurfi ekki einu sinni mínútuna af því að spurningin er einföld. Hún er í rauninni bara ítrekun á fyrri spurningu. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir að rifja upp það sem þegar hefur komið fram, en kemur til greina að eitthvað bætist þar við, að eitthvað bætist við það sem ekki hefur þegar verið kynnt? Þá er ég sérstaklega að horfa til hluta eins og skattamála. Það sem hæstv. forsætisráðherra rakti áðan hefur komið fram áður og það er ánægjulegt að heyra að ríkisstjórnin sé reiðubúin í viðræður um fjármálakerfið. En kemur til greina að bæta við þær tillögur sem þegar hafa verið kynntar og það sem þegar hefur komið fram?