149. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2019.

raddbeiting kennara.

511. mál
[16:08]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Enn vil ég þakka hv. fyrirspyrjanda, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, fyrir að vekja máls á athyglisverðu efni. Það er afar mikilvægt að við horfum til allra þessara vinnuverndarmála þegar við metum það við hvaða aðstæður hinar mismunandi stéttir vinna. Ég held að í sambandi við vinnuvernd kennara og raddbeitingu komi kannski ekki síður til greina að skoða hvort það ætti hreinlega að vera í aðalnámskrá grunnskóla á einhverjum tilteknum tímapunkti, þ.e. í menntun barnanna, að kynna þeim raddbeitingu og kenna þeim hvernig er skynsamlegast að nota röddina og raddstyrkinn til að koma sínu máli fram og láta til sín heyrast á þann hátt sem hentar. Þá komum við aftur að því sem hv. þm. Líneik Anna Sævarsdóttir kom inn á í sambandi við hljóðvistarpælingar.

Ég vil að lokum benda á söngnám sem afar góða leið til að kenna raddbeitingu.