149. löggjafarþing — 74. fundur,  4. mars 2019.

friðun hafsvæða.

545. mál
[17:16]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda þessa ágætu fyrirspurn, hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni. Ísland er land vatnsins og það er eiginlega sláandi hversu lítið við höfum í rauninni gefið gaum að því, fyrir utan það að virkja og nota vatnið á ódýran hátt. Það er líka sláandi hversu skammt á veg við erum komin í raun og veru í stefnumótun í málefnum hafsins. Ég heiti á hæstv. umhverfisráðherra að gera gangskör að því eins og ég veit að hann hefur fullan hug til.

Í þessu sambandi og í þessu samhengi langar mig að nefna aðeins eitt, sem er stórmál, og það eru fráveitumál víða um land, (Forseti hringir.) til að mynda í mínu sveitarfélagi þar sem ég bý, á Álftanesi.