149. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[18:22]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir framsögu hans og kynningu á þessu frumvarpi. Ég er með nokkrar spurningar sem ég vil beina til hv. þingmanns er varða ákveðin ákvæði frumvarpsins, fyrst varðandi 14. gr. Mig langar að spyrja aðeins út í þetta með sérverslun: Er þá verið að tala um sérverslun sem selur bara áfengi? Það var einhvern veginn eins og þetta væri sérverslun með drykki og mat. Hvernig má skilja það? Er það verslun með drykki og mat? Erum við þá að tala um eins og t.d. Super 1 verslunina sem er upp á Hallveigarstíg, er það sérverslun eða hvernig flokkast hún? Önnur spurning varðar hugmyndir um að heimila auglýsingar á áfengi en banna auglýsingar um léttöl með sama heiti. Gæti þingmaðurinn aðeins farið yfir það?