149. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[18:24]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svarið. Hin spurningin mín varðar 17. gr., sem er þá komandi 26. gr. áfengislaga. Þarna er um að ræða alveg ótrúlega skrautlegt ákvæði. Ég sé ekkert sambærilegt ákvæði neins staðar í lögunum og langaði bara að spyrja: Hvaðan kom þetta? Þetta er eitthvað svo þróað.