149. löggjafarþing — 76. fundur,  6. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:41]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil. Það er bara mjög mikilvægt. Ég er auðvitað mikill áhugamaður um áfengi. Ég neyti áfengis. Ég tel að það hafi góð áhrif á mig. Það eina sem ég var ósáttur við í þessu frumvarpi var að það ættu að fylgja aðvörunarorð um skaðsemi áfengis. Það eru til rannsóknir sem segja að það sé bara gott í hófi. (Gripið fram í: Nei.) Það eru víst til rannsóknir um það. Hv. þingmaður getur verið ósammála þeim en rannsóknir sýna það. Ég er fullviss um að áfengi hefur mjög góð áhrif á mig, bæði líkamlega og andlega. Ég gæti ekki hugsað mér líf mitt ef ég hefði ekki áfengi. Ég man þá tíð þegar ég drakk ekki og var í stöðugu þunglyndi, depurð og kvíða.