149. löggjafarþing — 77. fundur,  7. mars 2019.

fiskeldi.

647. mál
[12:14]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þegar við tölum um fiskeldi viljum við gjarnan læra af þeim mistökum og einnig því sem vel er gert í nágrannalöndum, ekki síst í Noregi og Færeyjum, svo dæmi séu tekin. Í Noregi eru leyfin boðin upp. Þar hefur ríkissjóður Noregs aflað mikilla tekna með því að bjóða út leyfin. Þrátt fyrir þann tilkostnað sem fyrirtækin hafa þurft að bera með því að bjóða í leyfin hefur hagnaður norsku fyrirtækjanna verið gríðarlegur og mikil ásókn hefur verið í leyfin.

Í 19. gr. er dregin fram einhver ákveðin upphæð sem rukka á fyrir leyfin.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Hvers vegna hefur ekki verið litið til Noregs varðandi útboð á þessum leyfum?