149. löggjafarþing — 77. fundur,  7. mars 2019.

fiskeldi.

647. mál
[12:17]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hér séum við að ræða frumvarp til laga um breytingu á ýmsum ákvæðum sem tengjast fiskeldi. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við fikrum okkur áfram með lagaumhverfið til að finna bestu leiðina til þess að nýta og vernda samtímis og byggja upp sjálfbæra atvinnugrein í fiskeldi og um leið sjálfbær samfélög.

Það sem mig langaði að spyrja sérstaklega um eru mótvægisaðgerðirnar vegna erfðablöndunar. Þar er gert ráð fyrir að tillögur Hafrannsóknastofnunar verði bindandi. Eru önnur dæmi um að tillögur rannsóknastofnunar séu bindandi fyrir ráðherra?

Hins vegar langaði mig að spyrja aðeins um vöktunina á lífræna álaginu. Hafró hefur þar eftirlit, ef ég skil rétt, (Forseti hringir.) en eru einhverjar kröfur á fyrirtækin sjálf um að kosta eftirlit með lífræna álaginu?